Enginn segir að það sé auðvelt að stofna og stuðla að vexti fyrirtækja. Það ferli var sérstaklega erfitt fyrir einn ungan frumkvöðul. Við kynnum Mokgadi Mabela, stofnanda Native Nosi sem er suður-afrískur hunangsframleiðandi.
„Þegar ég byrjaði hafði ég ekki aðgang að sömu úrræðum og margir aðrir frumkvöðlar hafa,“ segir Mokgadi. „Ég er svört. Ég er kona. Ég er býflugnabóndi. Þrír stórir vegatálmar í upphafi á ferlinu.“ Mokgadi lét þó ekkert stoppa sig.
Hún var staðráðin í því að ekki aðeins byggja upp sitt eigið fyrirtæki heldur einnig að hjálpa öðrum að láta frumkvöðladrauma þeirra rætast – aðrar snjallar, framtakssamar suður-afrískar konur.