Vertu hluti af töfrandi heimi

Viltu verða hluti af einhverju … ótrúlegu? Upplifðu töfrandi heim og láttu heillast af viðburðum Disneyland® Paris, sýningum Disney Theatre Group  og fjársjóðum Disney Store.
visa disney logos visa disney logos

Um samstarfið

Við erum spennt að tilkynna nýtt samstarf Visa og Disney, samstarf sem sameinar tvö heimsþekkt vörumerki. Við hjá Visa erum ótrúlega spennt að leggja upp í þessa vegferð með svo frábæru vörumerki eins og Disney. Samstarf okkar mun einblína á að verðlauna kortahafa okkar með sérstökum upplifunum og tilboðum sem öll fjölskyldan getur notið. Þetta samstarf markar mikilvæg tímamót í sögu okkar og við hlökkum til að skapa ógleymanlegar upplifanir fyrir okkar ágætu viðskiptavini í Evrópu, Miðausturlöndum og Afríku. Þetta er ekki aðeins samstarf heldur skuldbinding um að veita kortahöfum okkar ánægjulega og ógleymanlega upplifun.

Kim Kadlec

Ég er spennt að Visa eigi í samstarfi við Disney og geti boðið upp á hnökralausar og öruggar greiðsluleiðir og skapa jafnframt ógleymanleg augnablik fyrir Disney aðdáendur, hvort sem það er að eyða degi í Disneyland Paris, kaupa miða á Disney söngleik í West End í Lundúnum eða versla í Disney Store.

— Kimberly Kadlec, markaðsstjóri hjá Visa Evrópu

The Walt Disney Company EMEA

Walt Disney fyrirtækið ásamt dótturfyrirtækjum og hlutdeildarfélögum er leiðandi alþjóðlegt afþreyingar- og fjölmiðlafyrirtæki með þrjú megin viðskiptasvið: afþreyingu, íþróttir og upplifanir. Walt Disney fyrirtækið hefur verið starfrækt í Evrópu, Miðausturlöndum og Afríku (EMEA) í meira en 90 ár og hefur þúsundir manna í vinnu á svæðinu öllu. Fyrir atbeina Disneyland Paris og annarra heimsþekktra vörumerkja á borð við Disney, Pixar, Marvel, Star Wars, National Geographic, 20th Century Studios og ESPN, sér The Walt Disney Company EMEA um að skemmta, fræða og hrífa milljónir neytenda í meira en 130 löndum með óviðjafnanlegri sagnallst sinni. Disney+, streymisveita fyrirtækisins fyrir neytendur, er nú í boði á 85 mörkuðum um EMEA-svæðið.

©Disney/Pixar © 2025 MARVEL. © & TM 2025 Lucasfilm Ltd.  All Rights Reserved